logo

Velkomin á íbúavef Rangárþings eystra!

Íbúavefurinn er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins til frjálsra og uppbyggilegra samskipta um málefni sveitarfélagsins og samfélagið í heild. Hver og einn íbúi getur haft frumkvæði að umræðu og lagt fram hugmyndir um aðgerðir með einföldum hætti og milliliðalaust. Allir íbúar geta svo gefið umsögn sína eftir ýmsum leiðum og hjálpað þannig til við að þróa hugmyndir áfram í sameiningu og finna lausnir á viðfangsefnum sem upp koma í umræðunni hverju sinni.

Vefnum er ætlað að vera skilvirkur og jafnframt skemmtilegur vettvangur þar sem allir geta lagt sitt af mörkum við að gera gott samfélag enn betra. Tökum höndum saman og sýnum gott fordæmi með almennri og þverpólitískri lýðræðislegri þátttöku í málefnum sveitarfélagsins. Málefni sveitarfélagsins varða okkur öll!

Áfram »

Miðbæjarsvæði Hvolsvallar deiliskipulag
Ábendingar og aðstoð

Ábendingar sendist á netfangið re@ibuavefur.is

Beta útgáfa