Vefsáttmálinn – um uppbyggilega umræðu

  • Við ástundum uppbyggileg, jákvæð og upplýst skoðanaskipti
  • Við erum nærgætin við hvert annað og reynum að sjá það jákvæða í hugmyndum og skoðunum allra.
  • Við getum tekist á, og einbeitum okkur þá að málefninu, en ekki að þeim sem setur það fram eða neinu því sem við setjum það huglægt í samhengi við.
  • Við setjum fram málefnaleg rök og einlægar skoðanir. Við þurfum ekki að vita allt eða kunna skil á öllu, við þurfum bara að hafa það viðhorf að styðja hvert annað í stað þess að rífa niður. Samanlögð þekking okkar og ólík sýn á hlutina skilar bestu niðurstöðu sem völ er á.
  • Við höfum velferð samfélagsins alls að leiðarljósi.
  • Saman gerum við gott samfélag ennþá betra.
Beta útgáfa