Leiðbeiningar

Íbúavefurinn er hugsaður sem vettvangur íbúanna til samskipta hver við annan um málefni sveitarfélagsins. Hér geta íbúarnir leyst málin sín á milli og skilað um það sameiginlegri niðurstöðu til sveitarstjórnar.

Tvær meginleiðir eru til þess að hefja mál. Annars vegar er hægt að skrifa grein, sem getur innihaldið almennar hugleiðingar, umfjallanir um tiltekin málefni og jafnvel fréttir eða annað sem fólki dettur í hug. Hins vegar ert hægt að setja fram tiltekna hugmynd.

Höfundar hugmynda geta breytt þeim í samræmi við ábendingar og mótað þær í samvinnu við aðra þátttakendur á íbúavefnum. Sveitarstjórn tekur svo hugmyndir til afgreiðslu samkvæmt ákveðnum viðmiðunarreglum sem byggja á hve mikið fylgi hugmynd hefur fengið og hve mikil samstaða næst um hana á íbúavefnum. Höfundur hugmyndar getur því aukið líkur á framgangi hennar með því að taka tillit til athugasemda frá öðrum íbúum og nýtt möguleikann á að breyta hugmynd til að þróa hana áfram í samvinnu við þá sem sýna henni áhuga.

Til viðbótar við hugmyndir og greinar á forsíðu er það sem kallast Púlsinn, en hann er nokkurs konar fréttaveita um ný innlegg á íbúavefnum auk þess sem þar er hægt að setja stuttar almennar athugasemdir sem kannski eru ekki efni í heila grein og á heldur ekki erindi í hugmyndalistann. Athugasemdir við einstakar greinar og hugmyndir má gera undir hverri og einni þeirra og birtist þá tilkynning um það sjálfkrafa í Púlsinum, svo að auðvelt sé fyrir alla íbúana að fylgjst og blanda sér í þá umræðu sem er í gangi á íbúavefnum á hverjum tíma.

Allt skrifað efni er sett fram undir fullu nafni. Það fólk sem síður vill láta skoðanir sínar í ljós undir nafni til að byrja með, getur samt sem áður tekið þátt með því að smella á takka eins og "mæla með" við greinar, og upp eða niður örvarnar við hugmyndir, og þannig ýtt undir að efni sem þeim líkar fái meira vægi á vefnum. Slíkar aðgerðir eru ekki birtar undir nafni og engin tilkynning birtist heldur um þær í Púlsinum. Engar aðgerðir er þó hægt að gera öðruvísi en að vera innskráður og þar með auðkenndur sem íbúi í sveitarfélaginu..

Þessir þátttökumöguleikar eru ætlaðir til þessað koma af stað líflegri umræðu í sveitarfélaginu um það sem vel er gert, hvað betur má fara, og ekki síst hvaða vannýttu tækifæri mætti grípa og þá hvernig. Margar hendur vinna létt verk og betur sjá augu en auga, eins og sagt er.

Greinar

Greinar eru hugsaðar til að setja fram sjónarmið og spurningar sem umræða getur svo skapast um milli íbúanna.

Hvatt er til þess að fólk hafi frumkvæði að umræðum og tjái sig um mál sem vekja áhuga þess. Góðum greinum og þörfum umræðuefnum geta íbúar sem hafa skráð sig inn á vefinn mælt með og vakið athygli á með því að smella á "mæla með" takkann í stikunni fyrir neðan greinina.

Greinum má fylgja eftirmeð annarri grein eða með því að leggja fram hugmynd. Í stikunni undir hverri grein er takinn "Fylgja eftir" þar sem boðið er upp á að bæta við grein eða hugmynd. Einnig er þar takki til að senda inn svargrein. Birt er tenging á milli greina og hugmynda þegar þessir takkar eru notaðir.

Hugmyndir

Gert er ráð fyrir að hugmyndir geti þróast og þroskast með þátttöku allra áhugasamra íbúa í samfélaginu. Sá sem setur inn hugmynd getur breytt henni, til dæmis til þess að taka tillit til umræðna sem skapast um hana. Þannig getur hann stuðlað að meiri stuðningi og meiri samstöðu um hugmyndina. Allir geta skoðað breytingasögu hugmynda.

Allir íbúar sem hafa skráð sig inn á vefinn geta lagt fram hugmyndir. Þeir geta einnig skrifað ummæli við sínar hugmyndir og hugmyndir annarra.

Innskráðir íbúar geta lýst stuðningi við hugmynd með því að smella á og andstöðu með því að smella á . Hvernig íbúi greiðir atkvæði er ekki birt öðrum notendum vefsins, en íbúinn sjálfur getur séð það á meðan hann er innskráður, því þá helst sú ör sem hann valdi appelsínugul, í stað þess að vera blá eins og hún er annars.

Hægt er að breyta andstöðu yfir í stuðning, og öfugt, hvenær sem er með því að smella á viðeigandi ör. Hægt er að draga atkvæði til baka með því að smella aftur á þá ör sem valin var - sem sagt með því að smella á appelsínugula ör.

Þegar hugmynd hefur fengið tiltekinn stuðning, og um hana ríkir bærileg sátt á íbúavefnum, þá tekur sveitarstjórn hana til umfjöllunar og annað hvort samþykkir eða hafnar. Ef hugmynd er hafnað má taka upp þráðinn að nýju á íbúavefnum og þróa hugmyndina áfram með hliðsjón af athugasemdum sveitarstjórnar.

Í boxinu efst til hægri á síðu hverrar hugmyndar eru þrjár tölur sem gefa með auðveldum hætti til kynna stöðu máls. Talan fyrir ofan segir til um fjölda þeirra sem styðja hugmyndina. Talan fyrir ofan segir til um samstöðuna um hugmyndina. Ef íbúi lýsir yfir andstöðu við mál með því að smella á niður örina () þá breytist ekki talan yfir fjölda þeirra sem styðja málið en talan yfir samstöðuhlutfallið lækkar hins vegar. Talan fyrir ofan segir svo til um fjölda ummæla sem sett hafa verið fram um hugmyndina.

Prófílmynd

Til að setja inn prófílmynd eru tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að tengja notendaaðganginn við samfélagsmiðil eins og Facebook eða Twitter og þá birtist prófílmyndin sem notuð er þar einnig sem prófílmynd á íbúavefnum. Innskráður notandi getur tengst samfélagsmiðlum með því að smella á nafnið sitt efst uppi hægramegin á síðunni, og svo á "stillingar" sem þá birtist í felligardínu undir nafninu. Á síðunni sem þá birtist er boðið upp á að breyta stöðu samfélagsmiðlatenginga.

Hin leiðin er að nota netfangið sem þú gefur upp við nýskráningu og tengja það við prófílmyndaþjónustu sem heitir Gravatar (Globally Recognized Avatar). Hafir þú notað Gravatar áður ætti prófílmyndin sem þú notar þar að birtast sjálfkrafa á íbúavefnum frá byrjun án þess að þú þurfir nokkuð að gera. Gravatar reikning má stofna án endurgjalds á síðunni http://www.gravatar.com. Á síðunni eru leiðbeiningar til að halda áfram. Gravatarmyndin er tengd við netfangið sem þú gefur upp við nýskránignu á íbúavefinn. Það er því mikilvægt að á gravatar síðunni sé skráð sama netfang og þú gafst upp við nýskráningu á íbúavefinn svo að rétt mynd birtist hér.

Beta útgáfa