Notendaskilmálar

Gildissvið skilmála

Neðangreindir skilmálar eiga við um vefsíðu þessa, http://re.ibuavefur.is, hér eftir nefnd vefsíðan, notkun hennar og upplýsingar sem er að finna á henni. Til vefsíðunnar teljast allar upplýsingar, staðhæfingar og texti af öðrum toga, auk mynda, teikninga og alls annars efnis sem er að finna á henni, hér eftir einnig nefnt upplýsingarnar.

Lestur upplýsinganna og notkun vefsíðunnar, þar á meðal innsending efnis, er háð þeim fyrirvörum sem er að finna í skilmálum þessum. Með því að skrá þig til þátttöku og nýta vefsíðuna samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Vefsíðan áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra þessa skilmála án fyrirvara og verða þær breytingar birtar á þessari síðu.

Höfundarréttur og takmarkanir á notkun upplýsinga

Vefsíðan í heild sinni er eign sveitarfélagsins Rangárþings eystra, hér eftir einnig nefnt sveitarfélagið. Á sveitarfélagið því allan höfundarétt að upplýsingum sem er að finna á vefsíðunni. Höfundarréttur sveitarfélagsins að innsendu efni notenda sem birtast á vefsíðunni er takmarkaður við birtingar- og nýtingarrétt.

Með því að senda inn efni veitir notandi vefsíðunnar sveitarfélaginu ótakmarkaðan rétt til nýtingar og birtingu efnisins á vefsíðunni með þeirri aðferð og tækni sem sveitarfélaginu þóknast.

Þó notandi geti lokað eigin aðgangi að vefsíðunni er ekki hægt að eyða út öllu efni sem notandinn hefur sent inn.

Um notkun vefsíðunnar og birtingu efnis á henni

Efni frá notendum birtist sjálfkrafa á vefsíðunni eftir að notendur hafa sent það. Ber sveitarfélagið enga ábyrgð á efnisinnihaldi í innsendu efni, hvort heldur sem um ræðir réttmæti þess, áreiðanleika eða orðfæri.

Notendur vefsíðunnar eru sjálfir persónulega ábyrgðir fyrir því efni sem þeir senda inn á vefsíðuna.

Óheimilt er að senda inn efni sem brýtur gegn lögum og/eða almennu velsæmi, er ærumeiðandi eða ósæmandi á einhvern hátt.

Það er alfarið á ábyrgð notenda að allt efni sem þeir senda inn sé ekki varið með höfundarétti frá þriðja aðila eða viðkomandi hafi orðið sér út um öll nauðsynleg samþykki frá rétthafa.

Beta útgáfa